Copy
Mánaðarpóstur LL

Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs, er í stórskemmtilegu viðtali við Lífeyrismál.is þar sem hann fjallar um sjóðinn, þann stærsta í ferkílómetrum talið, genetískan áhuga á bókhaldi og möppum, lífið á Akureyri og fleira. Við mælum með lestri.

Að tillögu fræðslunefndar LL verður nú blásið til sóknar í fræðslumálum hjá aldurshópnum 45-55 ára!
Verkefnið "Lífeyrisvit" er á teikniborði nefndarinnar en um er að ræða skipulagðar kynningar á lífeyriskerfinu og málefnum lífeyrissjóða á vinnustöðum, hjá félagasamtökum og fleirum. Hugmyndin er að verkefnið verði í anda Fjármálavits þannig að starfsfólk sjóðanna, og starfsfólk LL, annast kynningarnar en LL munu halda utan um verkefnið. Til að af þessu geti orðið þurfum við liðsinni ykkar! Við ætlum að stilla saman strengi með KICK-OFF fundi þriðjudaginn 8. september kl. 15 og hvetjum ykkur til að mæta og taka þátt. 

Guðrúnartúni 1
105 Reykjavík
S: 563 6450
Kt: 450199-2069
Netfang: ll@ll.is


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Landssamtök lífeyrissjóða · Guðrúnartúni 1 · Reykjavik 105 · Iceland