Copy
Mánaðarpóstur LL

Réttindanefnd LL hefur unnið að því að uppfæra samninga og yfirfara verklag við skiptingu ellilífeyrisréttinda. Nýtt verklag verður tekið upp 1. júní nk.

Helstu breytingar frá fyrra verklagi eru:

  • Tvö ný samningseyðublöð í stað eins áður.
  • Uppfærð eyðublöð fyrir heilbrigðisvottorð og staðfestingu trúnaðarlæknis.
  • Nýtt og uppfært verklag við skiptingu ellilífeyrisréttinda.
  • Þrjú samræmd fylgiskjöl.

Framkvæmdastjórar og skrifstofustjórar hafa þegar fengið eyðublöðin fyrir samningana, heilbrigðisvottorðið og staðfestingu trúnaðarlæknis send en þau eru einnig aðgengileg á Lífeyrismál.is undir Spurt & svarað/Skipting ellilífeyrisréttinda. 
Nýir verkferlar, ásamt fylgiskjölunum þremur, voru sendir framkvæmdastjórum og skrifstofustjórum.

Nýtt verklag tekur gildi 1. júní nk.

Starfsfólk LL svarar öllum spurningum sem kunna að vakna í tengslum við nýja verkferla og mælum við með að sendur verði tölvupóstur á ll@ll.is.

 

Guðrúnartúni 1
105 Reykjavík
S: 563 6450
Kt: 450199-2069
Netfang: ll@ll.is


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Landssamtök lífeyrissjóða · Guðrúnartúni 1 · Reykjavik 105 · Iceland