Copy
Mánaðarpóstur LL

Fræðslunefnd LL stendur fyrir hádegisfræðslufundi fyrir starfsmenn og stjórnarmenn lífeyrissjóða á Grandhóteli miðvikudaginn 4. desember kl. 12 - 13. Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA og LSBÍ og nefndarmaður í nefndinni fer yfir sviðið í fræðslumálunum. Hvar erum við að standa okkur og hvar mættum við gera betur? Léttur hádegisverður í boði.

Heimsóknir Fjármálavits í efstu bekki grunnskóla landsins hafa gengið vel í vetur og hefur starfsfólk lífeyrissjóðanna verið duglegt að heimsækja skólana. Nú stendur fyrir dyrum Evrópukeppni í fjármálalæsi milli grunnskóla í Evrópu en þátttaka í undankeppninni hér heima stuðlar að frekari vitundarvakningu um mikilvægi fjármálalæsis.

Í tilefni aldarafmælis LSR er boðið til opins morgunverðarfundar á Hilton Reykjavík á afmælisdegi LSR þann 28. nóvember næstkomandi. 

Guðrúnartúni 1
105 Reykjavík
S: 563 6450
Kt: 450199-2069
Netfang: ll@ll.is


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Landssamtök lífeyrissjóða · Guðrúnartúni 1 · Reykjavik 105 · Iceland