Copy
Mánaðarpóstur LL

Lífeyrissjóðaskráin 2020 er komin út. Að gefnu tilefni verður hún ekki prentuð og plöstuð í ár heldur eingöngu aðgengileg á rafrænu formi á Lífeyrismál.is. Sjá undir Landssamtök lífeyrissjóða og Aðildarsjóðir. 

 

LL vekja athygli á umræðufundi sem Viðskiptafræðideild HÍ stendur fyrir um stöðu kvenna og karla í stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi. Fundurinn  verður haldinn í Hátíðasal Háskóla Íslands miðvikudaginn 28. janúar kl. 12 - 13 . Allir velkomnir.

 

Til að bæta fræðslu um lífeyrissjóðakerfið hafa LL látið útbúa fræðslumyndbönd um lífeyrissjóðakerfið fyrir alla aldurshópa. Myndböndin eru nú orðin 16 talsins og öll aðgengileg á vefnum okkar Lífeyrismál. Myndböndin henta vel til kennslu og almennrar fræðslu og vilja LL hvetja sjóðina og aðra sem málið varðar að nýta efnið á sínum miðlum til að boðskapurinn berist sem víðast.

 

Guðrúnartúni 1
105 Reykjavík
S: 563 6450
Kt: 450199-2069
Netfang: ll@ll.is


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Landssamtök lífeyrissjóða · Guðrúnartúni 1 · Reykjavik 105 · Iceland