Copy
Boð á ráðstefnu um nám fullorðinna og upplýsingatækni 10. desember 2015
View this email in your browser
Kennum þeim að læra!

Um notkun upplýsingatækni til að auka árangur nemenda og hjálpa þeim að verða sjálfstæðir námsmenn
 
Ráðstefna á Grand hótel Reykjavík, fimmtudaginn 10. desember nk. kl. 08:30-16:00
 
Aðstandendur: Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Kvasir, Námsbraut um nám fullorðinna við HÍ, Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, NVL, Skýrslutæknifélag Íslands og 3f - Félag um upplýsingatækni og menntun.
Dr. Jyri Manninen prófessor við Háskólann í Austur- Finnlandi verður aðalfyrirlesari með erindi undir fyrirsögninni „The wider benefits of adult learning and how to foster them. A challenge for web based learning environments“ og Hróbjartur Árnason lektor við HÍ heldur erindi um hlutverk fullorðinsfræðara: "Að kenna þeim að læra" við lok ráðstefnunnar. Auk þess sem ýmsir sérfræðingar m.a. meðlimir í DISTANS-neti NVL frá öllum Norðurlöndunum munu miðla af reynslu sinni og þekkingu á tæknistuddu og sveigjanlegu námi.

Ef þú hefur eitthvað til málanna að leggja þá gefast þér tvö ólík tækifæri til þess:
  • Verkstæði: Viltu leiða 60 mínútna verkstæði sem efni sem tengist þema ráðstefnunnar?
  • Menntabúðir: Værir þú til í að kenna nokkrum ráðstefnugestum kennsluaðferð, á gagnlegt forrit eða app á svo kölluðum menntabúðum. Á menntabúðum stillir fólk sér upp við borð og kennir ráðstefnugestum eitthvert afmarkað efni. Ráðstefnigestir ganga um salinn og tilla sér hjá þeim sem bjóða upp á efni sem þeir vilja læra og færa sig yfir á nýtt borð þegar þeir hafa lært nóg. Kennslan ætti að taka c.a. 20 mínútur í hvert sinn, þannig að fólk geti gengið á milli borða og lært af fleiri en einum. Menntabúiðir eru í 70 mínútur. 
Sendu okkur tölvupóst með uppástungu að verkstæði eða kennslu á menntabúðumá hrobjartur@hi.is eða sigrunkri@frae.is  með upplýsingum um efni, aðferð eða tæki sem þú hefur áhuga á að kynna. 
Þú mátt gjarnan senda þennan póst áfram til þeirra sem þú telur að hann eigi erindi til. Sömuleiðis væri frábært ef þú prentaðir dagskrárdrögin og festir á auglysingatöflu á vinnustaðnum... 
 
Með góðri kveðju
 
Sigrún, Hróbjartur og daskrárnefndin
 
 
Sigrún Kristín Magnúsdóttir
Koordinator i Island
www.nvl.org
 
 ===

Hróbjartur Árnason

Lektor í kennslufræði fullorðinna
Formaður námsbrautarinnar: Nám Fullorðinna
Háskóla Íslands - Menntavísindasvið

hrobjartur@hi.is 
 
 
 Námsleiðin Nám fullorðinna. Háskóla Íslands, Menntavisindasvið, Viltu bretya stillingum í tengslum við það hvernig þú færð tölvupósta frá okkur:
Þú getur uppfært upplýsingar og óskir þínar eða skráð þig af þessum lista

Email Marketing Powered by Mailchimp