Skólasetning Álftanesskóla 2014
Skólasetning fer fram í íþróttasal Íþróttamiðstöðvar mánudaginn 25. ágúst 2014.
Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum á skólasetningu.
Nemendur skólans mæta til skólasetningar eftir árgöngum:
- Nemendur í 7.- 10. bekk mæta kl. 09:00
- Nemendur í 4. - 6. bekk mæta kl. 09:45
- Nemendur í 2.- 3. bekk mæta kl 10:30
- Nemendur 1. bekkjar eru með sérstöku bréfi boðaðir til viðtals hjá umsjónarkennara mánudaginn 25. ágúst.
Þriðjudaginn 26. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá hjá öllum nemendum skólans. Foreldrar barna í 1. bekk eru hvattir til að mæta með börnum sínum í upphafi fyrsta skóladags. Skólasetning í 1. bekk á Sal skólans kl. 8:15.
Að lokinni skólasetningu fara nemendur og foreldrar með umsjónarkennara í heimastofu og fá afhenta stundaskrá og aðrar upplýsingar.
|